Smíðandi í verkið þitt.

Smíðandi er öflugt og framsækið fyrirtæki sem hefur getið sér gott orð fyrir vandaða vinnu. Fyrirtækið hefur frá upphafi annast verkefni af öllum stærðum og gerðum, allt frá almennu viðhaldi húseigna til stórra og metnaðarfullra nýbygginga.

Þjónustan

Smíðandi veitir viðskiptavinum sínum þjónustu á öllum stigum byggingaferlisins auk viðhaldsverkefna. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og hönnuðum til að tryggja að verkið verði í samræmi við upprunalegar þarfir og hugmyndir og að verkinu sé lokið á tilætluðum tíma. Smíðandi hefur byggt upp öflugt net undirverktaka sem við þekkjum vel og treystum í öll okkar verk.

Sendu okkur fyrirspurn

Útboðsverkefni

Smíðandi tekur að sér útboðsverkefni af öllum stærðum og gerðum og hefur unnið fyrir bæði ríki og sveitarfélög. Ef þú hefur áhuga á að fá tilboð í útboðsverkefni frá Smíðanda, hafðu þá samband við okkur.

Sendu okkur fyrirspurn